18.11.2024 | 20:13
Íbúðar eigandi
Þann 5. nóvember síðastliðinn borgaði ég það sem eftir var af húsnæðisláninu mínu og nú á ég íbúðina mína á klukkuvöllum 1 skuldlausa. 35 ára og einum mánuði betur
11.2.2020 | 23:56
Nýr Kafli Í mínu Lífi að byrja og öðrum að ljúka
Fyrr í kvöld barst mér Bréf frá Hafnarfjarðar bæ Þar sem mér er tilkynnt að Hafnafjöur hefur tekið þá einhliða ákvörðun að endurnýja ekki NPA samning milli bæjarinns og Hjúkrúnar ehf. (fyrirtæki foreldra minna En síðasta greiðsla frá bænum barst 1.12.2020
3.6.2018 | 09:34
Eg er of hægur og of seinn
Kæri heimur ég er loksins að átta mig á því hvað lífið, sambönd og vinátta er mikil vinna. Ég er líka að átta mig á því eins og ég var reyndar búinn að sjá fyrir löngu að ég er of latur fyrir þetta líf. ég nenni ekki að eltast við einhverjar stelpur því ég veit að þegar þær kynnast mér og sjá hversu vitlaus ég er og hef verið, þá fara þær hvort sem er. í 18 ár vissi ég ekki hvað hlutverk kærustu var, næstu tíu ár fóru svo í það að átta mig á því að ég væri fatlaður og að sambönd ganga út á vináttu og að gera hlutina saman en ekki kynlíf sem ég veit "nota bene" að ég er nó gúdd í.og það að við löðumst að einhverju meira en bara útliti. Ég veit líka að innst inni þá gefst ég upp of snemma og "nenni bara ekki hlutunnum" ég hugsa líka að ég sé hræddur um að einhver sjái í gegnum Þá grímu sem ég hef komið mér upp. ég vil allra síst vera byrgði á mínum nánustu. Ég er of latur til að eltast endalaust við kanínu sem ég veit að er ekki þess virði ef á endanum hún næst.
ef þetta verður mín síðasta færsla vil ég að það sé kunnugt að minn vilji er sá að þeir sem ég hef útilokað á fésbókini eru mjög svo óvelkomnir í jarðar- og útför mína
28.9.2014 | 21:55
Afa dreyft.
í dag fórum við famelían(Amma, Maddý, Valli, Mamma, Pabbi, Alla systir, Brynjar mágur,ég, Gulla, Gunnar, María dís, Rós, og Þröstur(hennar Maríu) og dreyfðum afaMagnúsi á æskustöðvum hanns við Barðarstaði í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en það var hans vilji að vera brendur og dreyft á Barðarstöðum, það gékk ekki hindrunarlaust fyrir sig en lokið á duft kerinu var svo kyrfilega límt aftur að brjóta þurfti lokið upp með grjóti, síðan var öskunni dreyft í flæðarmálið. Auk okkar allra var eigandi sumarbústaðsins á Barðastöðvum-efri viðstaddur, en Afi ólst einnig upp þar. síðan var haldið á "Hótel Hamrar" en á leiðinni frá Barðarstöðum byrjaði að rigna ögn í sólskíninu. og myndaðist þessi fallegi regnbogi, sem við tókum sem merki að afi væri sáttur og ánægður með síðustu ferð sína "heim". á Hótel Hamrar bauð amma Rós okkur ættingjum og skyld fólki sínu í þriggja rétta kvöldverð. Hann samanstóð af forrétti sem var reyktur silungur ásamt einhverju káli. Aðalrétturinn var lambakjöt með kartöflum og sveppa sósu. Í eftirrétt fengum við súkkulaðiköku með rjóma. Þetta allt var ljúfeng máltíð. Síðan var haldið heim á leið.
Svo þegar aftur á daginn er litið þá var þetta fallegur og bara býsna góður dagur.
Bless elsku afi.
25.8.2014 | 21:46
Elsku Afi minn
Nú í dag 25.8.14, um klukkan 17:30 lést einn sá yndislegasti maður sem ég hef kynnst hann afi minn og nafni Magnús Jóel Jóhannsson. Hann var búinn að glíma við Aldzheimer síðastliðin 15 ár. Hann var dýra vinur mikill og fáir komust með tærnar þar sem afi hafði hælanna í góðmennsku. Hann mátti ekkert aumt sjá. Ég fullyrði það að ég er ríkari og betri maður að hafa kynnst honum. Þakka þ´´er minn góði afi fyrir kynni okkar af hvor öðrum