25.8.2014 | 21:46
Elsku Afi minn
Nú í dag 25.8.14, um klukkan 17:30 lést einn sá yndislegasti maður sem ég hef kynnst hann afi minn og nafni Magnús Jóel Jóhannsson. Hann var búinn að glíma við Aldzheimer síðastliðin 15 ár. Hann var dýra vinur mikill og fáir komust með tærnar þar sem afi hafði hælanna í góðmennsku. Hann mátti ekkert aumt sjá. Ég fullyrði það að ég er ríkari og betri maður að hafa kynnst honum. Þakka þ´´er minn góði afi fyrir kynni okkar af hvor öðrum