Afa dreyft.

í dag fórum við famelían(Amma, Maddý, Valli, Mamma, Pabbi, Alla systir, Brynjar mágur,ég, Gulla, Gunnar, María dís, Rós, og Þröstur(hennar Maríu) og dreyfðum afaMagnúsi á æskustöðvum hanns við Barðarstaði í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en það var hans vilji að vera brendur og dreyft á Barðarstöðum, það gékk ekki hindrunarlaust fyrir sig en lokið á duft kerinu var svo kyrfilega límt aftur að brjóta þurfti lokið upp með grjóti, síðan var öskunni dreyft í flæðarmálið. Auk okkar allra var eigandi sumarbústaðsins á Barðastöðvum-efri viðstaddur, en Afi ólst einnig upp þar. síðan var haldið á "Hótel Hamrar" en á leiðinni frá Barðarstöðum byrjaði að rigna ögn í sólskíninu. og myndaðist þessi fallegi regnbogi, sem við tókum sem merki að afi væri sáttur og ánægður með síðustu ferð sína "heim". á Hótel Hamrar bauð  amma Rós okkur ættingjum og skyld fólki sínu í þriggja rétta kvöldverð. Hann samanstóð af forrétti sem var reyktur silungur ásamt einhverju káli. Aðalrétturinn var lambakjöt  með kartöflum og sveppa sósu. Í eftirrétt fengum við súkkulaðiköku með rjóma. Þetta allt var ljúfeng máltíð. Síðan var haldið heim á leið. 

Svo þegar aftur á daginn er litið þá var þetta fallegur og bara býsna góður dagur.

Bless elsku afi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband