Eg er of hægur og of seinn

Kæri heimur ég er loksins að átta mig á því hvað lífið, sambönd og vinátta er mikil vinna. Ég er líka að átta mig á því eins og ég var reyndar búinn að sjá fyrir löngu að ég er of latur fyrir þetta líf. ég nenni ekki að eltast við einhverjar stelpur því ég veit að þegar þær kynnast mér og sjá hversu vitlaus ég er og hef verið, þá fara þær hvort sem er. í 18 ár vissi ég ekki hvað hlutverk kærustu var, næstu tíu ár fóru svo í það að átta mig á því að ég væri fatlaður og að sambönd ganga út á vináttu og að gera hlutina saman en ekki kynlíf sem ég veit "nota bene" að ég er nó gúdd í.og það að við löðumst að einhverju meira en bara útliti. Ég veit líka að innst inni þá gefst ég upp of snemma og "nenni bara ekki hlutunnum" ég hugsa líka að ég sé hræddur um að einhver sjái í gegnum Þá grímu sem ég hef komið mér upp. ég vil allra síst vera byrgði á mínum nánustu. Ég er of latur til að eltast endalaust við kanínu sem ég veit að er ekki þess virði ef á endanum hún næst.

ef þetta verður mín síðasta færsla vil ég að það sé kunnugt að minn vilji er sá að þeir sem ég hef útilokað á fésbókini eru mjög svo óvelkomnir í jarðar- og útför mína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband